Um okkur

Um okkur

Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966
Fatahreinsunin Hraði hefur verið starfrækt frá árinu 1966 sem alhliða fatahreinsun og þvottahús og byggir því á gömlum og traustum grunni. Góð þjónusta er lykillinn að velgengni fyrirtækisins.

Við önnumst allar tegundir af þvotti og fatahreinsun fyrir einstaklinga og fyrirtæki og leggjum áherslu á traust og vönduð vinnubrögð.

Starfsfólk okkar nýtur trausts. Það hefur áralanga reynslu af fatahreinsum og meðhöndlun á þvotti.

Við búum yfir besta tækjakosti sem völ er á og erum í stöðugri þróun varðandi nýjar aðferðir við fatahreinsun og meðhöndlun á þvotti. Það tryggir hámarks árangur.

Í dag sérhæfir fyrirtækið sig í meðhöndlun á viðkvæmum og vandmeðförnum fatnaði.

Með nýjum og fullkomnari efnum til blettahreinsunar á fatnaði býðst viðskiptavinum okkar enn betri og fullkomnari þjónusta en áður hefur þekkst.

Við bjóðum viðskiptavinum okkarupp á viðgerðaþjónustu á fatnaði, gluggatjöldum og hverju sem er. Vönduð vinnubrögð.

Hraði sækir og sendir persónulegan fatnað til starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Hraði sækir og sendir þvott til fyrirtækja og stofnana.

Við hreinsum samdægurs sé þess óskað, ef mögulegt er.
Ef þú gleymdir að sækja fötin þín þá er neyðarsími utan opnunartíma: 863-0070.
Afgreiðslugjald utan opnunartíma er 3.500 kr.

Góð þjónusta


Við hreinsum meðal annars:

  • Gluggatjöld og áklæði
  • Sængur og kodda
  • Svefnpoka og kerrupoka
  • Dúnúlpur, Kjóla og skyrtur
  • Samkvæmisfatnað og fínni fatnað
  • Kápur og skyrtur
  • Dúka og Vinnufatnað
  • Almennan þvott
  • Þvott fyrir hótel og fyrirtæki

Sendu okkur skilaboð

Hraði fatahreinsun

Ægisíðu 115,107 Reykjavík
Opið: mán-fös: 08-18
Lokað: lau – sun

Sími: 552-4900
Tölvupóstur: hradi@fatahreinsun.is