Eftir Þórarinn Gunnarsson
Svartar sálir
Rafbók
Útgáfuár: 2008
Axel og Georg þurfa að takast á við snjalla og miskunnarlausa morðingja
Rafbókin Svartar sálir
- Fromat: Epub og Emobi
Aðrar útgáfur
Svartar sálir-Kilja
Svartar sálir-Hljóðbók
1. Kafli-Svartar sálir
Það var ekki oft sem það snjóaði í Reykjavík í nóvembermánuði. Alla vega ekki á síðustu árum. Þessi föstudagsnótt var undantekning frá reglunni. Snjókornin féllu milljónum saman hægt og rólega til jarðar þar sem þau hrönnuðust upp og mynduðu skafla hér og þar. Hann var ekkert sérlega mikið fyrir snjó og afskaplega
lítið fyrir kulda og slabb, en hann gat samt ekki lokað augunum fyrir þeirri fegurð sem snjókoman færði honum. Það sem blasti við honum á þessari stundu hefði getað verið fallega málað málverk af Tjarnargötunni í Reykjavík. Það bærðist ekki hár á höfði og hvítur snjórinn lá yfir öllu eins og þykkt teppi. Engir bílar á ferli til að eyðileggja myndina og hvergi var sálu að sjá. Hann leit á úrið sitt og sá að klukkan var gengin nokkrar mínútur
yfir fimm að morgni. Þessi nótt leit út fyrir að vera ónýt. Hann bölvaði lágt með sjálfum sér og gekk hálfboginn í átt að framsætunum í sendibílnum. Þá gerðist það. Eins og himnasending. Engill sendur að ofan til að blása lífi í dauða götumyndina, birtist hún neðarlega í Tjarnargötunni. Hvort hún var sú rétta eða ekki, átti eftir að koma í ljós eftir augnablik. Hann settist á litla kollinn aftur í sendibílnum og fylgdist með því í gegnum skyggðan liðargluggann þegar hún nálgaðist. Það var greinilegt á göngulagi hennar að hún var búin að fá sér einum of
arga sjússa, sem var gott. En það sem var enn betra var hún sjálf. Hún var fullkomin. Hann renndi hliðarhurðinni á sendibílnum upp á gátt og lagðist á bakið á gólfið. Án þess að vera alveg viss, var hann þó nokkuð sannfærður um að í þetta sinn þyrfti hann ekki á öllum sínum leikhæfileikum að halda. Hún var dauðadrukkin og ekki líkleg til að vera á varðbergi. Hann byrjaði að stynja þegar hún átti um tvo metra 5
ófarna að bílnum. Hún heyrði stunurnar og gekk reikulum fótum upp að opinni hliðarhurðinni. „Er eitthvað að?“ Spurði hún þvoglumæltum rómi. Hann stundi aðeins hærra og velti sér meira á hliðina þannig að hún sæi örugglega tómatsósuna sem hann var búinn að maka á andlitið á sér. „Er þetta blóð?“ Hún kipraði saman augun til að reyna að sjá betur um leið og hún steig eitt skref nær bílnum. „Ég þoli ekki blóð.“ Hann greip leiftursnöggt í kápuna hennar og kippti henni yfir sig og inn í bílinn, nánast um leið og hann renndi hurðinni aftur.
Hann var búinn að æfa þetta oft og mörgum sinnum og hann gerði aldrei mistök. Hann var veiðimaður og hann var ánægður með veiði kvöldsins.